Fasteignir

Meginstarfsemin hjá Rætur fasteignir er nýbygging og sala íbúðarhúsnæðis. Okkar áhersla er bygging gæðahúsnæðis fyrir fjölskyldur á sanngjörnu verði. Í samræmi við gildi félagsins þá leggjum við mikla áherslu á að kaupendur okkar fasteigna gangi sáttir frá borði.

Huldudalur 19-21

Huldudalur 19-21 – Innri Njarðvík
Næsta verkefni er komið vel af stað en Rætur verktakar byggja nú parhús að Huldudal 19-21 í Innri Njarðvík.
Hver íbúð verður 175 fm með 4 svefnherbergjum og bílskúr.
Eignin er kædd með steinfíber plötum frá Equitone og er með ál/tré gluggum. Fyrir vikið verður hún mjög viðhaldslétt.
Stefnt er á afhendingu í upphafi árs 2023.

Bárusker 10

Við hjá Rætur verktakar ehf byggðum þetta glæsilega raðhús í nýju hverfi í Sandgerði, Skerjahverfinu. Hver íbúð er 3-4ra herbergja, 91 fm, ásamt 15 fm geymsluskúr á 37 fm sólpalli. Var raðhúsið fullklárað í apríl 2023 og afhent nýjum eigendum. Eignin er kædd með steinfíber plötum frá Equitone og er með ál/tré gluggum. Fyrir vikið er hún mjög viðhaldslétt. Innréttingar frá HTH/Ormsson ásamt innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Gólfhiti með Danfoss hitastýringu. Innihurðar frá Birgisson. Gólf með harðparketi nema í votrýmum þar sem eru flísar. Fataskápar í svefnherbergjum.